Sýnum karakter - Tveir viðburðir á næstunni
Vert er að beina athygli að tveimur viðburðum á næstunni. Annars vegar verður Sýnum karakter ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík 2. nóvember og hins vegar Sýnum karakter vinnustofa dagana 3.-4. nóvember.
Sýnum karakter ráðstefna 2. nóvember
Jákvæð íþróttamenning
Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 til 16:00.
Þema ráðstefnunnar í ár verður jákvæð íþróttamenning. Við fáum að heyra ólíkar raddir og mismunandi leiðir til þess að byggja upp jákvæða menningu í íþróttastarfinu, hvort sem það er hjá einstaka flokki eða öllu félaginu. Áherslan verður á félagslegar og sálrænar hliðar íþróttanna. Boðið verður uppá praktískar leiðir, verkfæri, hugmyndafræði, aðferðafræði og vísindi. Vonandi eitthvað fyrir alla áhugasama um uppbyggjandi þjálfun barna og ungmenna í íþróttum.
Sýnum karkater vinnustofa 3. – 4. nóvember
Þjálfun sálrænna þátta The 5C´s með skilvirkum aðferðum.
Íþróttasálfræðingarnir Dr. Chris Harwood , Loughborough University og Dr. Karl Steptoe, Leicester City FC academy.
Vinnustofan er hugsuð fyrir yfirþjálfara eða þjálfara með mikla reynslu, alveg óháð íþróttagrein. Þrátt fyrir að þeir hafi unnið hugmyndafræðina fyrir knattspyrnu þá er einfalt að yfirfæra hana yfir á aðrar íþróttagreinar.
Markmiðið er að kynna hugmyndafræðina á bakvið the 5Cs og með hvaða aðferðum er hægt að koma þeim í framkvæmd með skipulögðum hætti á æfingum og í keppni. Eitt af lykilhlutverkum þjálfara er að skapa umhverfi þar sem iðkendur fá tækifæri til að vaxa sem heilsteyptir einstaklingar samhliða því að taka framförum í sinni íþróttagrein. Fyrri hlutinn verður í höfuðstöðvum KSÍ en seinnihlutinn á sunnudeginum þá verður verkleg kennsla í Egilshöll.
Miðinn á ráðstefnuna kostar 2500 kr
Miðinn á Vinnustofuna kostar 15.000 kr. – innifalið er, ráðstefnan, vinnustofan, bókin og hádegismatur á laugardeginum.
Hægt er að nálgast miða hér: https://umfi.felog.is/verslun