Syndum 2022

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2022.

Nú stinga landsmenn sér til sunds og safna sundmetrum.

Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið.

Skráðu þig inn á Syndum.is | Landsátak í sundi 1. – 28. nóvember og skráðu þína sundvegalengd.

Ef þú átt notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnunni getur þú notað það.

Allir þátttakendur fara í pott og geta unnið vegleg verðlaun.

Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans.

Sund er frábær hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja. Þetta átak er framhald af Íþróttaviku Evrópu sem tókst með ágætum í ár.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.