Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Eftirfarandi frétt er að finna á heimasíðu ÍSÍ og eru áhugasamir hvattir að kynna sér málið!
Sumarólympíuleikarnir 2012 fara fram í London. Reiknað er með að um 70.000 sjálfboðaliðar muni starfa á leikunum og hefur undirbúningsnefnd leikanna opnað fyrir umsóknir í þau störf.
Um mörg mismunandi hlutverk er að ræða og má búast við að margfalt fleiri umsóknum heldur en þörf er fyrir.
Það er undir þessum hópi komið hversu vel leikanir munu takast, enda kemur þessi hópur að mjög mikilvægum þáttum í framkvæmd Ólympíuleika.
Hægt er að sækja um til 27. október n.k. hér á sérvef um verkefnið.
Til að fá frekari upplýsingar um hvað það felur í sér að starfa sem sjálfboðaliði á leikunum er hægt að horfa á þetta myndband.
Þá er hér hægt að lesa um verkefnið, þ.e. mismuninn á milli þess að starfa að almennum þáttum og að vera í sérhæfðu hlutverki.
Að lokum er líka hægt að taka smá könnum á vefnum og sjá hvort að þetta eigi við þig !!!
Á vef leikanna er sérhluti um sjálfboðaliðaverkefnið eða "Games Maker" verkefnið eins og það er nefnt.
Þess má geta að fjölmargir Íslendingar hafa starfað sem sjálfboðaliðar á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Hafa þeir kynnst Ólympíuleikum á einstakan hátt og má segja að þetta sé einstakt tækifæri til þess að upplifa einn stærsta menningarviðburð í heimi frá fyrstu hendi.