Góður árangur á Stórmóti ÍR
Skagfirðingar unnu til 23 verðlauna
Skagfirðingarnir sem kepptu á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Reykjavík 26.-27.janúar stóðu sig með miklum sóma og unnu til 23 verðlauna, 2 gull, 12 silfur og 9 brons.. Mótið var mjög fjölmennt, keppendur nálægt 800, og keppni mjög spennandi í flestum greinum.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir lét mikið að sér kveða, sigraði í 2 greinum og varð í 2. sæti í 4 greinum.
Verðlaunahafar UMSS:
Fríða Ísabel Friðriksdóttir (15) sigraði í langstökki og þrístökki og varð í 2. sæti í 60m, 200m og 400m hlaupum, og 60m grindahlaupi.
Sæþór Már Hinriksson (13) varð í 2. sæti í 60m grind. og kúluvarpi.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson (karlafl.) varð í 2. sæti í 60m og 3. sæti í 200m hlaupi.
Ísak Óli Traustason varð í 2. sæti í 60m grind. (18-19) og 3. sæti í þrístökki (karlafl.).
Berglind Gunnarsdóttir (12) varð í 2. sæti í kúluvarpi.
Guðný Rúna Vésteinsdóttir (11) varð í 2. sæti í kúluvarpi.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (16-17) varð í 2. sæti í langstökki.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17) varð í 2. sæti í hástökki.
Vala Rún Stefánsdóttir (14) varð í 3. sæti í hástökki og kúluvarpi.
Guðjón Ingimundarson (karlafl.) varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi.
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (15) varð í 3. sæti í 60m hlaupi.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir (15) varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi.
Sveinbjörn Óli Svavarsson (16-17) varð í 3. sæti stangarstökki.
Vésteinn Karl Vésteinsson (14) varð í 3. sæti í kúluvarpi.
Til hamingju með frábæran árangur !