Stofnun siglingaklúbbs

Siglingaklúbburinn Drangey
Siglingaklúbburinn Drangey

Stofnun siglingaklúbbsins var haldinn í Húsi Frítímans, þriðjudaginn 5 maí. Siglingaklúbburinn hlaut nafnið Drangey. Stofnendur klúbbsins voru ánægðir með mætinguna en 32 félagar eru búnir að skrá sig. Nóg verður að gera hjá Drangey á næstunni og margt sem þarf að fara í svo sem húsnæðismál og bátasmíði.

 
Drangey verður með námskeið í sumar og verða þau 22. - 26. júní og það síðara 29. júní -3. júlí. Einnig er ætlunin að senda aðila á þjálfaranámskeið í Reykjavík 22. - 24. maí.
 
Í stjórn voru kjörnir: Jakob F. Þorsteinsson (formaður), Hallbjörn Björnsson (til tveggja ára), Ingvar Páll Ingvarsson (til eins árs), Hjördís E. Guðjónsdóttir (til eins ára) og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir (til tveggja ára).
 
Húsnefnd: Viggó Jónsson, Jakob F. Þorsteinsson og Kári Árnason
Bátanefnd: Ingvar Páll Ingvarsson, Þorsteinn Broddason, Hallbjörn Björnsson, Kári Árnason, Hjördís E. Guðjónsdóttir og Gústav F. Bentsson.