Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2009
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2009

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Tuttugasta Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 20. júní á 90 stöðum hér á landi og 20 stöðum erlendis

Í ár er yfirskrift hlaupsins “TÖKUM ÞÁTT – HEILSUNNAR VEGNA” að tilefni samstarfs ÍSÍ við Krabbameinsfélag Íslands.

Léttur leikur er í gangi á sjova.is. Það eina sem þarf að gera er að senda inn nafn, mynd eða myndskeið á sjova.is og þú getur unnið dekur fyrir allt að 10 manns. Sjóvá gefur öllum þátttakendum á aldrinum 18-55 ára fría líftryggingu að upphæð 1. milljón króna í eitt ár.

Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á hlaupastöðum en í Garðabæ  hefst dagskrá kl. 13:30 þar sem Hrafnkell og Jónsi úr Svörtum fötum halda uppi stemningunni, Helga Braga kemur og skemmtir, Kvennatríó frá FÍH syngja söngleikjalög og Sjóvá kórinn tekur nokkur lög. Hlaupið verður ræst kl. 14:00. Í Mosfellsbæ, á Akureyri og Egilsstöðum hefst hlaupið kl. 11:00.

Ekki ætti það reynast Skagfirsku kvenfólki þrautin þyngri að taka þátt í Kvennahlaupinu í ár því hlaupið verður á Sauðárkróki, í Varmahlíð og á Hólum kl. 11:00 og á Hofsósi kl.11:30. Einnig verður hlaupið í Fljótum og verður lagt í hann frá Haganesvík kl. 11:00.

Allar upplýsingar um hlaupastaði og forsölu á bolum er að finna á sjova.is

Með kveðju

f.h. Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ

Jóna Hildur Bjarnadóttir

S: 514-4000 eða jona@isi.is