Sjálfboðaliðar UMFÍ að störfum
Það styttist óðfluga í stærsta viðburð ársins í Skagafirði og þarf marga sjálfboðaliða til starfa yfir Verslunarmannahelgina. Hægt er að skjótast til starfa í eina klst. eða vera að allan sólarhringinn eftir því sem hentar.
Allir ættu líka að geta fundið eitthvað starf við sitt hæfi. Ef þú átt lausa stund og getur séð af einhverjum tíma yfir helgina þá væri það vel þegið. Áhugasamir geta látið vita í síma eða netföng Unglingalandsmótsins.
Að vera sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti er skemmtilegt og ekki síður gefandi starf. Það eina sem sjálfboðaliðinn þarf að hafa með sér er góða skapið.
Skrifstofa mótsins er á Víðigrund 5, Sauðárkróki.
omar@umfi.is, sími 453 7070 / 898 1095, hjalti@umfi.is, sími 864 245