Formaður UMSS sigraði í sjósundinu
Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og fyrrverandi alþingismaður, sigraði í sjósundi á Landsmóti UMFÍ í dag. Sigurjón synti á 29.57 mínútum og sigraði með nokkrum yfirburðum.
Í öðru sæti varð Benedikt Jónsson, UMSK, á 31.15 mínútum og jafnir í 3.-4. sæti urðu þeir Freysteinn Viðarsson, ÍBA, og Baldur Finnsson, ÍBA, á 31,44 mínútum.
Í kvennaflokki sigraði Þórdís Hrönn Pálsdóttir, UMSK, á 32,32 mínútum. Sarah Jane Emily Caird, UMSS, varð í öðru sæti á 34,32 mínútum og Ragnheiður Valgarðsdóttir, Nauthólsvík, lenti í þriðja sæti á 40.56 mínútum.