ÓKEYPIS FYRIR KEPPENDUR UMSS Á UNGLINGALANDSMÓT

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina. Ungmennasamband Skagafjarðar er mótshaldari þessa 12. Unglingalandsmóts.

Unglingalandsmót eru vímuefnalaus fjölskylduhátíð haldin ár hvert um verslunarmannahelgina en fyrsta mótið var haldið 1992. Unglingalandsmótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir.

Á Unglingalandsmótin er keppt í mörgum íþróttagreinum auk þess sem þar eru fjölmargir aðrir viðburðir og skemmtanir við allra hæfi.  
 
Á Unglingalandsmótum mega allir krakkar á aldrinum 11-18 ára keppa í þeim greinum sem í boði eru
 
Keppnisgreinar á Sauðárkróki verða:
            frjálsíþróttir
            knattspyrna
            körfubolti
            sund
            skák
            glíma
            golf
            hestaíþróttir
            motocross 
 
SauðárkróksvöllurSamhliða þessum greinum verða svokallaðar kynningargreinar en þar er þátttakendum boðið prófa ýmsar aðrar greinar.
 
Ungmennaasamband Skagafjarðar greiðir niður þátttökugjöld fyrir keppendur sína um kr 3000. Aðildarfélög innan UMSS greiða síðan kr 3000 og er því ókeypis fyrir þátttakendur innan Skagafjarðar.
 
Ókeypis er á tjaldsvæði sem og á alla viðburði á svæðinu.
 
Upplýsingar
Skrifstofa Víðigrund 5, Sauðárkróki
 
FJÖLMENNUM Á UNGLINGALANDSMÓT
VELKOMINN Á KRÓKINN