Á fundi Félags- og tómstundanefndar frá 31. ágúst sl er athyglisverð tillaga um sundlaugarmál lögð fram til umræðu og samþykktar. Ekki er hægt að lesa annað út úr þessu en hugur sé í sveitarfélaginu að ráðst í gerð nýrrar sundlaugar eða endurgera núverandi sundlaug. Þetta er vissulega jákvætt því lengi hefur sundáhugafólk beðið eftir úrbótum í sundlaugarmálum:
"1. Lögð fram að nýju tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur um framtíð sundlaugar á Sauðárkróki.
afgreiðslur:
1. Samþykkt að skipa starfshóp til að koma með framtíðartillögur um uppbyggingu sundlaugar á Sauðárkróki og umhverfis hennar. Hlutverk starfshópsins er að gera kostnaðargreiningu valkosta, tillögur er varða tæknilega útfærslu, staðsetningu og umhverfi og önnur atriði, sem nefndin telur nauðsynlegt að hafa í huga vegna viðfangsefnisins. Samþykkt að leita eftir tilnefningu frá umhverfis- og tæknisviði og fjölskyldu- og þjónustusviði sveitarfélagsins, sunddeild UMFT, hollvinum sundlaugarinnar og starfsmönnum sundlaugarinnar, auk fulltrúa félags- og tómstundanefndar, alls 7 fulltrúar."