Norðurlandsleikar unglinga

Frjálsíþróttadeild UMF Tindastóls og frjálsíþróttaráð UMSS gangast fyrir Norðurlandsleikum unglinga í frjálsum íþróttum innanhúss, helgina 27.-28. nóvember, í reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði.

Mótið, sem nú er haldið í 3. sinn, er ætlað keppendum, 16 ára og yngri, af Norðurlandi öllu.

Keppt verður í aldursflokkunum 12 ára og yngri, 13-14 ára og 15-16 ára.

Keppnisgreinar í öllum flokkum:

Fyrri dagur:  60m hlaup, langstökk og kúluvarp.

Seinni dagur:  600/800m hlaup, 4x150m boðhlaup og hástökk.

Nánari upplýsingar veita:

Gísli Pálsson, sími: 848-4671

Ása S. Jakobsdóttir, sími: 453-6570

Ragna H. Hjartardóttir, netfang:  ragnahr@simnet.is.