Umsjón með kennslu og námi á stígunum er í höndum fagstjóra skólans í íþróttum. Kennsla í íþróttafræðum (ÍÞF) er í höndum íþróttakennara skólans.
Íþróttaæfingarnar fara að hluta til fram á venjulegum skólatíma, en að hluta til fyrir og eftir skóla.
Samningur hefur verið gerður á milli skólans og viðkomandi deilda UMF Tindastóls um kennslu og þjálfun í sérnámi íþróttagreina.
Samráð er haft við Fræðsluráð ÍSÍ og fræðslunefndir sérsambanda til að tryggja að námið uppfylli kröfur þessara aðila og sé í samræmi við menntastefnu þeirra.
Þá eru uppi áform um að í mötuneyti heimavistar verði nemendum afreksíþróttastíga boðið upp á sérstakt heilsufæði.