Mikil gleði á uppskeruhátíð Skagfirskra og Siglfirskra hestamanna

Uppskeruhátið Skagfirskra og Siglfirskra hestamanna 2008
Uppskeruhátið Skagfirskra og Siglfirskra hestamanna 2008

Þann 1. nóvember sl. var haldin uppskeruhátíð skagafiskra og siglfiskra hestamanna í félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi.

Afreksmenn í hestaíþróttum hjá ungmannasamband Skagafjarðar, 2008
 
Magnús Bragi Magnússon formaður  hestaíþróttaráðs UMSS veitti fremstu afreksmönnum Skagafjarðar verðlaun en hart var barist um verðlaunasætin í yngir aldurshópum enda stendur hestamennskan með miklum blóma í Skagafirði.  Kynnir á hátíðinni var Elisabeath Jansen sem starfað hefur að krafti að framgangi hestaíþróttarinnar. 
Afreksviðurkenningu sem fremsti hestaíþróttamaður UMSS árið 2008 hlaut: í barnaflokki Ásdís Ósk Elvarsdóttir, í unglingaflokki Ástríður Magnúsdóttir og í ungmennaflokki Eyrún Ýr Pálsdóttir.
 
Í flokki fullorðinna var Þórarinn Eymundsson  valinn mjög örugglega fremstur og er því hestaíþróttamaður Skagafjarðar árið 2008 og er hann vel að titlinum kominn eins og neðangreind afrekaskrá ársins 2008 gefur til kynna en Þórarinn var einnig valinn hestaíþróttamaður Skagafjarðar í fyrra. 
 
Glæsileg afrekaskrá Þórarinn Eymundsson hestaíþróttamanns Skagafjarðar 2008
 
  • KS-deildin: 3. sæti
  • UMSS mótið: 1. sæti 5-gangur og 100m. skeið og samanlagður í 5- gangsgreinum 2. sæti gæðingaskeið
  • Opið mót að Miðfossum: 1. sæti 5-gangur,  og samanlagður í 5- gangsgreinum
  • Landsmót: 3. sæti A-flokkur og 100m. skeið.
  • Íslandsmót: 2. sæti 5-gangur og 100m. skeið 6.sæti tölt.
  • Fákaflug: 1 sæti 100m. skeið og 250m. skeið
  • Landbúnaðarsýningarmótið. 1. sæti 100m. skeið
svo skrapp hann á ístöltið í Danmörku með Kraft og vann það.