MÍ öldunga í frjálsum íþróttum

Vignir, Linda og Karl hlaðin gulli eftir keppni helgarinnar.
Vignir, Linda og Karl hlaðin gulli eftir keppni helgarinnar.

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri á Sauðárkróksvelli. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangurinn samkvæmt WMA prósentu og voru það Anna Sofia Rappich (UFA) og Ágúst Bergur Kárason (UFA) sem voru með hæstu prósentuna í kvenna- og karlaflokki.

Anna Sofia hljóp 100 metra hlaup í flokki 55-59 ára á tímanum 15,20 sem eru 86,58 prósent. Ágúst Bergur hljóp 200m í flokki 45-49 ára á 25,84 sek. sem eru 86,11 prósent.

UMSS, átti  þrjá keppendur sem unnu 35 Íslandsmeistaratitla í sínum aldurshópum.

Karl Lúðvíksson keppti í aldursflokki 70-74 ára, Linda Björk Valbjörnsdóttir keppti í aldursflokki 30-34 ára og Vignir Gunnarsson keppti einnig í aldursflokki 30-34 ára.

Karl varð sjöfaldur Íslandsmeistari og gerði persónulega bætingu í kringlukasti, Linda varð Íslandsmeistari í tólf greinum og Vignir keppti í öllum greinum sem voru í boði í hans aldurshópi og kláraði þær allar og uppskar 16 gull og Íslandsmeistaratitla.

Aldursflokkamet

75-79 ára – Vöggur Clausen Magnússon (ÍR) 400m (87,09 sek) 800m (3:54,16) 1500m (7:34,44) 3000m (16:01,21)
55-59 ára – Anna Sofia Rappich (UFA) Langstökk (4,20m)
55-59 ára – Sigríður S. Þorleifsdóttir (USAH) Hástökk (1,10m)
50-54 ára – Sigurbjörg Jóhannesdóttir (USAH) Lóðkast 7,26 kg (8,99m)

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu má finna hér.

Ekki var keppnin fjölmenn, veðrið bætti það upp sól og blíða báða keppnisdaganna.

Keppendur kepptust við að hvetja hvort annað áfram og fögnuðu ákaft öllum persónulegum bætingum. Sjálfboðaliðar mótsins voru iðkendur og foreldar auk þjálfara og stjórnar frjálsíþróttadeildar Tindastóls, við þökkum þeim öllum fyrir vel unnin störf í þágu síns félags.