Feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson á MÍ öldunga sem haldið var á Sauðárkróksvelli í ágúst 2021
Um helgina fer fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri á Sauðárkróksvelli. Skráning keppenda fer fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skila inni eigi síðar en á miðnætti þriðjudaginn 23.ágúst. Hægt er að skrá keppendur þar til kl. 10 á föstudaginn 26.ágúst gegn þreföldu skráningargjaldi skv. reglum FRÍ og sendist sú skráning á umss@umss.is.
Keppnisgreinar eru samkvæmt reglugerð FRÍ ákveðnar af Masters ráði, bæði karla og kvenna:
100m, 200m, 400m, 800, 1500m, 3000m, 4x100m (30-39 ára, 40-49 ára og koll af kolli), 80-110m grind,
200-400m grind, langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, sleggjukast og lóðkast.
Aldursflokkar karla og kvenna:
30-34 ára, 35-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60-64 ára, 65-69 ára, 70-74 ára, 75-79 ára, 80-84 ára, 85-89 ára, 90-94 ára, 95-99 ára og 100+ ára.