MÍ 12-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 12-14 ára, fór fram helgina 3.-4. mars í Laugardalshöllinni í Reykjavík. 
Keppt var í 3 aldursflokkum beggja kynja, 12, 13 og 14 ára.

Til leiks voru skráðir 249 keppendur frá 20 félögum og héraðssamböndum, þar á meðal eru 10 Skagfirðingar.

Hægt er að sjá úrslit <a href=http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/timesedillib650.htm target=blank>Hér !</a>

Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS náði bestum árangri Skagfirðinga á fyrri degi MÍ 12-14, hann varð í 2. sæti í 60m hlaupi (12 ára) á sínum besta tíma, 8,61sek, aðeins 3/100 úr sek á eftir sigurvegaranum.

Snæbjört Pálsdóttir varð í 5. sæti í kúluvarpi (14 ára), kastaði 8,50m, sem er stórbæting á hennar fyrri árangri.

Á seinni degi MÍ 12-14 varð Kolbjörg Katla Hinriksdóttir UMSS Íslandsmeistari í 800m hlaupi (13 ára) á 2:41,79mín.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 2. sæti í langstökki (12 ára), stökk 4,53m.