Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir
16 keppendur UMSS fóru á meistaramót Íslands sem haldið var í Kópavogi. UMSS lenti í sjöunda sæti í heildarstigakeppninni með 198,1 stig.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (14) varð Íslandsmeistari í hástökki, en hún stökk 1,56 m. Hún varð einnig í 3 sæti í 80 m.grind með tímann 13,69.
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (12) varð Íslandsmeistari í hástökki fór yfir 1,40m, hún varð einnig í 2 sæti langstökki, en þar stökk hún 4,27.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir (12) lenti í 2 sæti í 60 m. hlaupi á tímanum 8,89, Fríða var í öðru sæti í 800 m. hlaupi á tímanum 2:44,56 mín.