Kópavogsvöllur
Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum mun fara fram á Kópavogsvelli dagana 12. og 13. júní n.k. Búið er að setja upp tímaseðil á mótaforriti Frjálsíþróttasambandsins www.mot.fri.is og er nú þegar mjögulegt að skrá keppendur í mótið. MÍ 11-14 ára er eitt af fjölmennari frjálsíþróttamótum sem haldin eru utanhúss og er það verðugt verkefni að takast á við mótshaldið enda glæsileg aðstaða til mótahalds á Kópavogsvelli. Gert er ráð fyrir að um 50 starfsmenn starfi við mótið, bæði við dómgæslu og önnur tilfallandi verkefni í kringum mótið.
Mótið er haldið óvenju snemma í ár en það er gert í tilraunaskyni, venjulega hefur mótið verið í kringum Verslunarmannahelgi en eins og þekkt er þá er Unglingalandsmót þá helgi fyrir sama aldurshóp og því oft of stutt á milli þessara móta.
Reikna má með um 300 keppendum á mótið og verður því líf og fjör á Kópavogsvelli þessa daga.
Stefnt er að því að Skagfirðingar fjölmenni á mótið.