Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í öldungaflokki fór fram á Sauðárkróksvelli, dagana 14. - 15. ágúst. Keppendur Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, voru sigursælir á mótinu og hrepptu 21 íslandsmeistaratitila.
Karl Lúðvíksson keppti í flokki karla 70 til 74 ára og féllu honum sjö íslandsmeistaratitlar í skaut. Hann sigraði; spjótkast, kringlukast, kúluvarp, langstökk, stangarstökk, hástökk og 100 metra hlaup. Auk þess bætti hann sinn persónulega árangur í kúluvarpi og kringlukasti.
Theodór Karlsson hreppti átta íslandsmeistaratitla en hann keppti í flokki 45 til 49 ára og sigraði; spjótkast, kringlukast, kúluvarp, þrístökk, langstökk, stangarstökk og hástökk.
UMSS átti 2 keppendur í flokki 35-39 ára.
Jón Kolbeinn Jónsson vann þrjá íslandsmeistaratitla en hann sigraði; kúluvarp, langstökk og hástökk. Einnig varð hann í öðru sæti í spjótkasti og þriðja sæti í 100- og 200 metra hlaupi.
Þorkell Stefánsson varð hann þrefaldur íslandsmeistari í 100, 200- og 400 metra hlaupi. Þorkell hljóp sinn persónulega besta tíma í 100 m.
Þess má geta að Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson eru feðgar og voru einu feðgarnir á mótinu svo vitað sé. En á mótinu kepptu einnig mæðgin frá Ungmennafélaginu Óðinn í Vestmannaeyjum.
Glæsilegur árangur hjá okkar mönnum á MÍ öldunga og ljóst að framtíðin er björt hjá UMSS í frjálsum íþróttum öldunga.
(frétt tekin úr frétt frá www.Feykir.is)