Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram um síðustu helgi á Höfn í Hornafirði. Það voru 125 keppendur á mótinu en 5 sem kepptu fyrir UMSS, það voru Guðjón Ingimundarson, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Ragna Vigdís Vésteinsdóttir, Sveinbjörn Óli Svavarsson og Þorgerður Bettína Friðriksdóttir sem fóru. Keppendur UMSS unnu til nokkra verðlauna :
Jóhann (17) fékk silfur í 100 og 200m hlaupi, brons í langstökki
Þorgerður Bettína(16) fékk silfur í 400m hlaup fékk brons í 100m hlaupi
Ragna(15) fékk silfur í 80m grind og langstökki, brons í 300m grind
Guðjón(20) fékk gull í 110m grind
Sveinbjörn(15) fékk silfur í stangarstökki