Meistaramót Íslands 12-14 ára FRÍ

MÍ 12-14 ára fór fram um helgina við frábærar aðstæður.
Keppendur UMSS stóðu sig frábærlega.

Linda Björk Valbjörnsdóttir UMSS sigraði í 100m hlaupi í flokki 14 ára telpna á tímanum 12,55sek. sem er hennar besti tími á vegalengdinni, en meðvindur (+4,6m/sek) var of mikill til að fá viðurkenningu í afrekaskrá.

Þá vann telpnasveit UMSS (14) silfur í 4x100m boðhlaupi á 54,88sek. en þetta eru þær Ólöf Lovísa, Snæbjörg, Bjarnveig Rós og Linda Björk

Einnig sigraði Linda Björk Valbjörnsdóttir UMSS í 80m grindahlaupi í flokki 14 ára telpna á 12,58sek.  Kolbjörg Katla Hinriksdóttir UMSS vann silfur í 800m í flokki 12 ára stelpna á 2:43,23mín og Bjarnveig Rós Bjarnadóttir UMSS vann brons í 800m í flokki 13 ára telpna á 2:39,33mín. 

Veðrið lék við mótsgesti