Málþing um hreyfingu 60 ára og eldri
31.10.2024
Málþing um hreyfingu 60 ára og eldri
Þann 19. nóvember næstkomandi verður haldið málþing um hreyfingu 60 ára og eldri, sem ætlað er fagaðilum á landinu er koma að stjórnun, þjálfun og heilsueflingu eldra fólks. Yfirskrift málþingsins er Hreyfing 60+
Málþingið fer fram í sal Menntaskóla Borgarfjarðar, Hjálmakletti, við Borgarbraut 54 í Borgarnesi og stendur yfir frá kl.12.00 til 16.00.
Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá mætingu hér.
Hér eru drög að dagskrá, með fyrirvara um breytingar.
11:40 Salur opnar og léttar veitingar
12:00 Málþing sett af fundarstjórum
12:10 Hildur Guðný Ásgeirsdóttir: Heilsueflandi efri ár
12:30 Sigríður Arndís Jóhannsdóttir: Samþætting félagsmiðstöðva og hreyfiúrræða
12:50 Guðmunda Ólafsdóttir og Emilía Halldórsdóttir: Sprækir Skagamenn
13:10 Sjúkraþjálfari: Þjálfunaraðferðir - Jafnvægi og byltuvarnir
13:30 Heilsugæslan: Heilsufarsmælingar og hreyfiseðlar
13:50 Svavar Knútur: Einmannaleiki og einangrun
14:00 Heilsuhlé
14:10 Kynning á vinnustofu
14:10 Vinnustofa hefst
14:45 Vinnustofu lýkur
14:50 Samantekt úr vinnustofum
15:00 Svavar Knútur slær á létta strengi
15:00 - 16:00 Umræður og kaffiveitingar
Streymi verður fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að mæta á málþingið. Nánari upplýsingar um það síðar.