Sjálfboðaliðar á Landsmóti UMFÍ 2018 á Sauðárkróki
mynd frá UMFÍ
Sjálfboðaliðar Landsmóts UMFÍ 2018 á Sauðárkróki, Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) þakkar ykkur innilega fyrir ykkar ómetanlega framlag. Án ykkar hafði þetta nýja mót ekki orðið að veruleika eða jafn glæsilegt og það var.
Það hefur sýnt sig í gegnum árin að sjálfboðaliðastörf eru eitt mikilvægasta hlutverkið í íþróttakepnum á Íslandi. Ef ekki væri fyrir störf sjálfboðaliða væri íþróttahreyfingin ekki á þeim stað sem hún er á í dag.
Sjálfboðaliðastarf í íþróttahreyfingunni byggir á áratuga hefð og er í raun grundvöllur að fjölbreyttu íþróttastarfi um land allt. Það má því aldrei missa sjónar á því að framlag sjálfboðaliða er ekki sjálfgefið og það ber að meta að miklum verðleikum hverju sinni.
Kærar þakkir,
Stjórn UMSS