Ert þú alltaf í boltanum?
Á Landsmótinu 12. - 15. júlí fara fram ýmsar boltagreinar fyrir þá sem vilja spila saman með stæl. Þú getur valið um að spila 1:1 í FÓTBOLTAPÖNNU, 3:3 í FÓTBOLTA eða 6:6 í STRANDFÓTBOLTA.
Aðrar boltagreinar eru körfubolti 3:3, streetball, strandblak og standhandbolti.
Láttu drauminn rætast og láttu vaða!
Nánari upplýsingar er finna á landsmotid.is. Verð 4.900 kr.
UM LANDSMÓTIÐ
Landsmótið er fjögurra daga íþróttaveisla sem haldin er á Sauðárkróki 12. - 15. júlí 2018. Íþróttir og hreyfing eru í aðalhlutverki á daginn.
Á kvöldin verður skemmtun og samvera í góðum félagsskap allsráðandi.
Allir 18 ára og eldri geta skráð sig og tekið þátt. Engin skilyrði eru fyrir því að þurfa að vera skráður í íþrótta- eða ungmennafélag.
Þátttakendur á Landsmótinu geta keppt í eða prófað næstum því 40 greinar.
Kepptu - Láttu vaða og prófaðu - Leiktu þér - Skemmtu þér.
Þú setur saman þitt eigið Landsmót á www.landsmotid.is.