Landsmót UMFÍ 2009 Akureyri

Vilborg Þórunn Jóhannsdóttir UMSS varð Landsmótsmeistari í kringlukasti kvenna, kastaði 39,17m.

Linda Björk Valbjörnsdóttir varð í 3. sæti í 400m grindahlaupi á 67,59sek.
Þá varð Halldór Örn Kristjánsson í 5. sæti í 400m grindahlaupi (62,64sek), Theodór Karlsson í 7. sæti í langstökki (5,98m) og Guðrún Ósk Gestsdóttir í 11. sæti í langstökki (4,56m).
Ragnar Frosti Frostason í 2. sæti í 400m hlaupi, hljóp á 49,94sek.
Gauti Ásbjörnsson varð í 5.-6. sæti í hástökki, stökk 1,80m.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð í 6. sæti í hástökki, stökk 1,58m.  Hún hefur því á þessu Landsmóti bætt sinn fyrri árangur um 13cm.  Glæsilegur árangur hjá Þórönnu Ósk sem er aðeins 13 ára. 
Gauti Ásbjörnsson varð í 2. sæti í þrístökki (13,69m) og í 3. sæti í stangarstökki (4,10m).
Theodór Karlsson varð í 7. sæti í stangarstökki (3,40m) og í 8. sæti í þrístökki (11,79m).
Þá varð karlasveit UMSS í 1000m boðhlaupi í 8. sæti (2:06,75mín).  Sveitina skipuðu Árni Rúnar, Gauti, Guðjón og Ragnar Frosti.
Guðrún Ósk Gestsdóttir, sem hafði unnið sér rétt til að keppa í úrslitum 100m grindahlaups, varð því miður að sleppa því vegna meiðsla.