Landsmót 50+

Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+, íþróttamót fyrir 50 ára og eldri, fór fram á Hvammstanga síðasta sumar.  Mótið heppnaðist frábærlega og stefnt er að því að svona mót verði haldið á hverju sumri.  Nú er komið að Mosfellingum að halda mótið, en það verður á Varmárvelli 8. - 10. júní.

"Efnilegir skagfirskir frjálsíþróttamenn á besta aldri" eru byrjaðir að æfa undir forystu Karls Lúðvíkssonar íþróttakennara.  Æfingarnar eru á Sauðárkróksvelli á laugardögum kl. 10-12 til vors, en þá má búast við að spýtt verði í lófana og aukið við.  Allir eru velkomnir.  Einu kröfurnar eru að fólk hafi áhuga á hreyfa sig í skemmtilegum hópi.