Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+, keppni fyrir þá sem eru 50 ára og eldri, var á Hvammstanga dagana 24.-26. júní.
Frjálsíþróttakeppni mótsins fór fram föstudaginn 24. júní. Aðeins var keppt í 4 greinum að þessu sinni, 60m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 3000m götuhlaupi.
Tveir keppendur kepptu undir merki UMSS í frjálsíþróttakeppninni og unnu þeir til 3 gullverðlauna:
Karl Lúðvíksson sigraði í 60m hlaupi og langstökki í flokki 60-64 ára.
Þorsteinn Reynir Þórsson sigraði í kúluvarpi í flokki 50-54 ára.
Til hamingju strákar og vonandi verða fleiri kempur „á besta aldri“ til í slaginn á næsta ári.