Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ hefst á Hvammstanga í dag og stendur fram á sunnudag. Í dag verður keppt í boccia, hestaíþróttum og frjálsum íþróttum en sjálf setning mótsins verður klukkan 20 í kvöld við Hvammsá. Á þriðja hundarð keppendur hafa skráð sig til leik en eflaust munu fleiri bætast við en hægt verður að skrá sig í sumar greinar á keppnisdegi.
Keppnisgreinar á mótinu eru: blak, bridds, boccia, badminton, frjálsar íþróttir, fjallaskokk, hestaíþróttir, golf, pútt, línudans, skák, sund, þríþraut, starfsíþróttir (búfjárdómar, dráttavélaakstur, jurtagreining, pönnukökubakstur og kökuskreytingar).
Þátttökugjald er 3.000 krónur óháð fjölda greina sem keppt er í. Innifalið í gjaldinu eru frí tjaldstæði í Kirkjuhvammi á Hvammstanga þessa helgi og frítt á alla viðburði sem verða í gangi í tengslum við mótið.