Landsliðsfólk UMSS

Örvar Freyr, Baldur Þór og Marín Lind.
Mynd frá Facebókarsíðu KKÍ
Örvar Freyr, Baldur Þór og Marín Lind.
Mynd frá Facebókarsíðu KKÍ

Frændsystkinin og körfuboltaiðkendur hjá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Örvar Freyr Harðarson og Marín Lind Ágústsdóttir spila bæði með U16 liðum Körfuknattleikssambands Íslands í Finnlandi þar sem þau taka þátt í Norðurlandamótinu í körfubolta sem lýkur mánudaginn 1. júlí, með í för er einnig þjálfari meistaraflokks Tindastóls karla Baldur Þór Ragnarsson.

Leikur gærdagsins hjá U16 strákunum vannst á móti Noregi, en stelpurnar í U16 töpuðu á móti Norðmönnum í framlengingu.

Leikið er í dag á móti Svíþjóð, spila stelpurnar kl. 10:30, en strákarnir kl. 15:00.

Á laugardaginn er spilað á móti Danmörk, stelpurnar hefja keppni kl. 10:30 og strákarnir kl 15:00.

Á sunnudaginn er spilað gegn Eistlandi, stelpurnar kl. 17:15 og strákarnir kl. 17:30.

Keppni lýkur á mánudag þegar Ísland leikur á móti heimamönnum Finnlands, stelpurnar kl. 12:45 og strákarnir kl. 13:00.

Liðin sem munu leika á þessu móti ásamt Íslandi eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Noregur og Eistland.

Beinar útsendingar má finna hér.

Lifandi tölfræði Stelpur U16 og Strákar U16.


Áfram Ísland!!!