Unnið er að kvikmynd um sögu landsmóta UMFÍ sem spanna nú í sumar 100 ár. Myndin byggist á stuttum myndbrotum frá öllum mótum í upphafi til undirbúnings landsmótsins á Akureyri þar sem myndin verður sýnd í sumar. Síðar verður því móti bætt inn.
Frá fyrstu mótum verður að notast við ljósmyndir en mótið á Hvanneyri 1943 var kvikmyndað og flest mót þar á eftir.Því er til eitthvað af kvikmyndum en þó vantar myndefni frá nokkrum mótum. Hér með er farið fram á það að ungmennafélagar kanni hvort þeir eiga í fórum sínum eða viti um
Kvikmyndir frá eftirtöldum mótum. Myndirnar mega vera 8mm og 16 mm kvikmyndafilmur eða VHS myndbönd.:
Akureyri 1955 –Þingvellir 1957 – Laugar 1961 – Laugarvatn 1965 – Eiðar 1968 – Sauðárkrókur 1971
Akranes 1975 – Selfoss 1978 – Akureyri 1981 – Keflavík 1984 – Húsavík 1987.
Gamlar myndir liggja oft undir skemmdum og er því mikilvægt að færa þær yfir í nokkuð varanlegt form og bjarga þannig menningarverðmætum.
Þeir sem geta lánað myndir eða bent á eigendur mynda eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Martein Sigurgeirsson fyrir 1.maí en hann vinnur að gerð þessar myndar sem verður sýnd á lansmóti UMFÍ á Akureyri í sumar. Netfang: myndver@hvasso.is ,