Mynd: Kristín Lind Sigmundsdóttir
Konur á öllum aldri lét þokuna á laugardaginn ekkert á sig fá, heldur fjölmenntu í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á Sauðárkróki. Þegar þátttakendur höfðu nælt sér í í einkennisboli hlaupsins hófst upphitun við Sundlaug Sauðárkróks, undir stjórn Árna Stefánssonar. Var síðan hlaupið af stað, og vegalengdir og hraði eftir getu hvers og eins. Að sögn Völu Hrannar Margeirsdóttur, sem sér um hlaupið annað árið í röð, ásamt þeim Margréti Helgu Hallsdóttur og Önnu Hlín Jónsdóttur, voru um 120 þátttakendur á Sauðárkróki.
Hlaupnir voru 3, 5 og 7 km og að hlaupinu loknu fengu allir þátttakendur verðlaunapening og hressingu og frítt í sund. Einnig verða veitt útdráttarverðlaun sem gefin voru af Skrautmen, Ólafshúsi, Líkama og lífsstíl og Sundlaug Sauðárkróks. Dregið verður út á næstu dögum og vinningshafar kynntir á fésbókarsíðu hlaupsins.