Sú nýbreytni var tekin upp á árlegri útnefningu Íþróttamanns ársins að heiðra sérstaklega efnilega íþróttamenn sambandsins.
Þegar verið var að óska eftir tilnefningum til Íþróttamanns ársins, var svarið oft á þá leið að enginn skaraði framúr, en margir væru ansi efnilegir.
Því var brugðið á það ráð að bjóða efnilegum íþróttamönnum til samætis ásamt þeim sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins, og fór vel á því.
Íþróttamaður ársins 2006 var valinn Þórarinn Eymundsson, hestamannafélaginu Stíganda. Eins og sjá má á eftirfarandi afrekaskrá þá er hann vel að titlinum kominn.
Mývatn Open:
2.sæti tölt
1.sæti 100 m skeið
Stjörnutölt:
2. sæti
Opna Norðurlandsmótið á Akureyri:
Tölt 1. sæti
Fimmgangur 2. sæti
4-gangur 4. sæti
100 m. skeið 1. sæti
Stigahæsti knapi
Landsmót:
3. sæti A-flokkur
2. sæti 100 m skeið
Íslandsmót:
1. sæti tölt
1. sæti fimmgangur
1. sæti 100 m skeið
2. sæti 250 m skeið
Bikarmót Norðurlands:
1. sæti 100 m. skeið
Opið skeiðmót á Selfossi í ágúst:
1. sæti 250 m. skeið
Hestaíþróttaknapi Ársins hjá Landsambandi hestamanna.