Íþróttamaður Skagafjarðar 2013

Frjálsíþróttamaðurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson var valinn Íþróttamaður Ungmennasambands Skagafjarðar 2013 við hátíðlega athöfn í húsi Frítímans á Sauðárkróki 27. desember sl.  Jóhann Björn er aðeins 18 ára gamall en hefur þegar skipað sér í fremstu röð spretthlaupara hér á landi og keppti m.a. á Norðurlandameistaramóti í frjálsíþróttum 19 ára og yngri í sumar. Jóhann Björn setti á árinu 2013 héraðsmet í Skagafirði í 200m hlaupi karla innanhúss.

Þeir sem voru í kjörinu voru eftirtaldir

Helgi Rafn Traustasson    Körfuknattleiksdeild UMFT

Bryndís Rún Haraldsdóttir  Knattspyrnudeild  UMFT

Sigurjón Þórðasson           Sunddeild UMFT

Birna Sigurðardóttir     Skíðadeild UMFT

Jóhann Björn Sigurbjörnsson  Frjálsíþróttadeild UMSS

Mette Camilla Moe Mannseth   Hestamannafélagið Svaði

Árný Lilja Árnadóttir    Golfklúbbur Sauðárkróks