Íþróttamaður Skagafjarðar

Föstudaginn 28. desember n.k. verður íþróttamaður Skagafjarðar valinn við hátíðlega athöfn sem mun fara fram í Húsi Frítímans.

Aðildarfélög og deildir skulu velja  1 fullorðin einstakling frá viðkomandi félagi/deild
Með þessu fylgja greinagerðir um þessa einstaklinga. Einnig skal fylgja með nöfn unga og efnilegra íþróttamanna hjá hverju félagi í viðkomandi íþróttagrein sem félagið er með.  Pilt og Stúlku.
ATHUGIР Skiladagur er 10 desember 2012. Fyrir þessar greinagerðar.

Kosning fer fram miðvikudaginn 12. desember. Nánari tímasetning verður auglýst seinna.

Reglugerð um vinnulag við val á Íþróttamanni Skagafjarðar.
1. Val á íþróttamanni Skagafjarðar skal kynnt á hátíðarsamkomu UMSS um hver áramót.
2. Aðildarfélög UMSS skal gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa fyrir hverja íþróttagrein sem stunduð er hjá viðkomandi félagi fyrir 10. desember til þess að verða útnefndur íþróttamaður ársins. Einnig er stjórn UMSS heimilt að tilnefna fulltrúa til viðbótar til að vera í kjöri. Með tilnefningu skal fylgja greinargerð, þar sem íþróttaafrek viðkomandi íþróttamanns eru tíunduð. Byggist á árangri í keppni fullorðinna.
3. Valnefnd Íþróttamanns Skagafjarðar skal skipuð eftirfarandi fulltrúum; stjórn UMSS, formanni í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar, fulltrúa fréttablaðsins Feykis, Íþróttafulltrúa, formönnum aðildarfélaga og deildum innan Tindastóls

Hægt er að senda niðurstöður á netfangið umss@simnet.is
Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Leifsson í síma 8254629 eða á netfangið sigurjon.leifsson@ks.is

                                                          Með íþróttakveðju

                                                             Stjórn UMSS