Tilnefningar til íþróttamanns ársins 2022
Síðustu tvö ár höfum við hjá Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélaginu Skagafjörður ekki getað haldið okkar árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt er hver hlaut kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Á þessum hátíðarsamkomum er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Í ár eru fimm íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2022. Það eru þau; Anna Karen Hjartardóttir kylfingur í Golfklúbbi Skagafjarðar, Guðmar Freyr Magnússon hestamaður í Hestamannafélaginu Skagfirðing, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður í UMF Tindastól, Jónas Aron Ólafsson knattspyrnumaður í UMF Tindastól og Pétur Rúnar Birgisson körfuknattleiksmaður í UMF Tindastól.
Kosningu lýkur þann 22.des, en þeir sem kjósa íþróttamenn, lið og þjálfara eru fimm aðilar í stjórn UMSS, þrír fulltrúar frá félags- og tómstundarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri fréttablaðsins Feykis og forstöðumaður frístunda og íþróttamála í Skagafirði.
Kosið er um þrjú efstu sætin, fyrsta (1.) sæti gefur 10 stig, annað sæti (2.) gefur 7 stig og þriðja (3.) sæti gefur 5 stig.
Til lið ársins eru tilnefnd þrjú lið, karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, meistaraflokkur kk. í körfuknattleik UMF Tindastóll og meistaraflokkur kvk. í knattspyrnu UMF Tindastól.
Til þjálfara ársins er val um 6 tilnefningar; Atli Freyr Rafnsson Golfklúbbi Skagafjarðar, Ásta Margrét Einarsdóttir UMF Tindastóll frjálsíþróttadeild, Baldur Þór Ragnarsson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson UMF Tindastóll körfuknattleiksdeild, Halldór Jón Sigurðsson UMF Tindastóll knattspyrnudeild, Helgi Jóhannesson UMF Tindastóll badmintondeild og Jóhanna Heiða Friðriksdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur.
Öllum aðildarfélögum og deildum innan UMSS er einnig heimilt að tilnefna einn pilt og eina stúlku sem hlýtur Hvatningarverðlaun UMSS. Tilnefningin skal veitt þeim íþróttamanni sem er áhugasamur, með góða ástundun, sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, er góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annarra unglinga.
Til Hvatningarverðlauna UMSS árið 2022 eru eftirtaldir aðilar tilnefndir frá:
Golfklúbbi Skagafjarðar; Markús Máni Gröndal og Dagbjört Sísí Einarsdóttir.
Hestamannafélaginu Skagfirðingi; Alexander Leó Sigurjónsson og Fjóla Indíana Sólbergsdóttir.
Ungmennafélaginu Neista; Björn Austdal Sólbergsson, Valgerður Rakel Rúnarsdóttir og Greta Berglind Jakobsdóttir.
UMF Tindastól badmintondeild; Emma Katrín Helgadóttir.
UMF Tindastól frjálsíþróttadeild; Hafþór Ingi Brynjólfsson og Efemía Ösp Rúnarsdóttir.
UMF Tindastóll júdódeild; Freyr Hugi Herbergsson og Jo Althea Sandoval Mertola.
UMF Tindastól knattspyrnudeild; Hilmar Örn Helgason og Hulda Þórey Halldórsdóttir.
UMF Tindastól körfuknattleiksdeild; Einar Í. Sigurpálsson og Fanney María Stefánsdóttir.
UMF Tindastól skíðadeild; Lára Sigurðardóttir.
Þar sem við afhentum íþróttamanni ársins, liði og þjálfara viðurkenningar sína ár 102. ársþingi UMSS sem fór fram 12. mars sl. Kosningu vegna íþróttamanns, liðs og þjálfara ársins 2021 lauk 22. desember og var ætlunin að reyna að halda hátíðarsamkomu milli jóla og nýs árs þar sem íþróttafólk kemur saman og þau bestu heiðruð.
Fulltrúar kvennasveitar Golfklúbbs Skagafjarðar
Til liðs ársins voru tilnefnd tvö lið, Kvennasveit Golfklúbbs Skagafjarðar og Meistarafl. kvk. í knattspyrnu UMF Tindastól. Hlaut Kvennasveit Golfklúbbs Skagafjarðar titilinn í ár, fengu 88 stig og Meistarafl. kvk. í knattspyrnu hlutu 82 stig.
Til þjálfara ársins voru þrír aðilar tilnefnir; Guðni Þór Einarsson UMF Tindastóll knattspyrnudeild, Helgi Jóhannesson UMF Tindastóll badmintondeild og Sigurður Arnar Björnsson UMF Tindastóll frjálsíþróttadeild.
Helgi Jóhannesson, þjálfari ársins.
Helgi Jóhannesson, hjá nýstofnaðri Badmintondeild UMF Tindastóls fékk heiðurinn í ár, Helgi er yfirþjálfari Badmintondeildar Tindastóls auk þess að hafa verið aðallandsliðþjálfari Íslands í badminton undanfarin tvö ár. Helgi hlaut 86 stig. Í öðru sæti lenti Sigurður Arnar hjá frjálsíþróttadeild Tindastóls með 79 atkvæði og Guðni Þór Einarsson hjá Knattspyrnudeild Tindastóls hlaut 55 stig.
Tilnefndir voru fimm íþróttamenn til Íþróttamanns ársins 2021. Það voru þau:
Anna Karen Hjartardóttir kylfingur Golfklúbbur Skagafjarðar,
Bryndís Rut Haraldsdóttir fótboltamaður UMF Tindastóll,
Eva Rún Dagsdóttir körfuknattleiksmaður UMF Tindastóll,
Ísak Óli Traustason frjálsíþróttamaður UMF Tindastóll,
Mette Moe Mannseth hestamaður Hestamannafélagið Skagfirðingur.
Efstu þrjú sæti röðuðust þannig: Í þriðja sæti lenti Eva Rún Dagsdóttir með 37 atkvæði, Mette Moe Mannseth hlaut 51 atkvæði og 2 sætið. Í fyrsta sæti og Íþróttamaður UMSS 2021 með 91 atkvæði af 100 mögulegum var Frjálsíþrótta tugþrauta kappinn Ísak Óli Traustason sem hlaut þessa kosningu þriðja árið í röð fyrir afrek sín bæði innanlands og utanlands á árinu sem leið.
Íþróttamaður Skagafjarðar 2021.
Ísak Óli varð Íslandsmeistari í sjöþraut, grindarhlaupi innan og utanhúss og stangarstökki auk þess sem hann bætti sitt besta í flestum greinum. Ísak keppti fyrir hönd Íslands á Evrópubikarnum í Frjálsum íþróttum í Búlgaríu síðastliðið sumar og var kjörinn fjölþrautakappi Frjálsíþróttasambands Íslands 2021.
Hvatningarverðlaun UMSS 2021 hlutu eftirtaldir einstaklingar hjá:
- Golfklúbbur Skagafjarðar;
- Brynjar Már Guðmundsson og Dagbjört Sísí Einarsdóttir.
- Hestamannafélagið Skagfirðingur;
- Sveinn Jónsson og Ólöf Bára Birgisdóttir.
- Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári;
- Daníel Smári Sveinsson og Bryndís Erla Guðmundsdóttir.
- Badmintondeild UMF Tindastóll;
- Frjálsíþróttadeild UMF Tindastóll;
- Knattspyrnudeild UMF Tindastóll;
- Bragi Skúlason og Magnea Petra Rúnarsdóttir.
- Körfuknattleiksdeild UMF Tindastóll:
- Bogi Sigurbjörnsson og Rebekka Hólm Halldórsdóttir.
Hátíðarsamkoman Íþróttamaður ársins 2022 mun fara fram þann 28.desember nk. í Ljósheimum kl. 20:00.
Krakkarnir sem hafa hlotið Hvatningarverðlaun síðustu 2 ár er einnig boðið að koma á samkomuna í ár til að taka móti viðurkenningunum sínum sem þau hafa hlotið tilnefningu til frá sínu félagi.
Á hátíðarsamkomunni hafa einnig verið veittir styrkir úr Afrekssjóði UMSS og í ár eru það átta aðilar sem hljóta styrk úr sjóðnum; Andrea Maya Chirikadzi (frjálsar), Axel Arnarson (körfubolti), Björg Ingólfsdóttir (hestaíþróttir), Ísak Óli Traustason (frjálsar), Margrét Rún Stefánsdóttir (knattspyrna), Orri Már Svavarsson (körfubolti), Stefanía Hermannsdóttir (frjálsar) og Þórgunnur Þórarinsdóttir (hestaíþróttir).
Thelma Knútsdóttir
framkvæmdastjóri UMSS