Íslandsmeistarar aðildarfélaga UMSS 2021

myndir frá feykir.is og fésbók Kolla Þórðar
myndir frá feykir.is og fésbók Kolla Þórðar
Íslandsmeistarar innan aðildarfélaga UMSS 2021.
Nokkrir keppendur frá aðildarfélögum UMSS urðu Íslandsmeistarar í sínum íþróttagreinum sl. helgi.
 
Íslandsmót fullorðna og ungmenna í hestaíþróttum var haldið á Hólum í Hjaltadal 30.júní - 4. júlí.
 
Guðmar Freyr Magnússon varð Íslandsmeistari í Tölti T1 ungmenna á Íslandsmótinu í Hestaíþróttum.
Guðmar sat hestinn Sigurstein frá Íbishóli.
 
Íslandsmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15-22 ára fór fram um sl. helgi á Selfossi. Frjálsíþróttarfólk í Skagafirði keppir undir merkjum UMSS.
 
Andrea Maya Chirikadzi varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 2. sæti í kringlukasti og 2. sæti í kúluvarpi í sama aldurshóp.
 
Stefanía Hermannsdóttir varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 3. sæti í kringlukasti í sama aldurshóp.
 
Til hamingju með árangurinn!
Áfram UMSS!