Ísak Óli Traustason, UMSS varð Íslandsmeistari um helgina þegar hann sigraðaði Í sjöþraut karla. Hann endaði með 5344 stig sem er persónuleg bæting hjá honum. Þessi árangur kemur honum upp fyrir Svein Elías Elíasson og Þorstein Ingvarsson á afrekalistanum og er Ísak Óli nú í sjöunda sæti listans. Aðeins einu stigi á eftir næsta manni. Ísak Óli sigraði í langstökki og 60 metra grindarhlaupi og bætti sinn persónulega árangur í 60 metra hlaupi, stangarstökki og 1000 metra hlaupi. Í grindarhlaupinu jafnaði hann sinn besta árangur.