Hraða-, snerpu- og viðbragðsþjálfun

Einn virtasti hraðaþjálfari Bandaríkjanna, Lee Taft heldur opið, tveggja daga námskeið hjá Keili dagana 4. og 5. september. Námskeiðið er sérstaklega ætlað metnaðarfullum íþróttaþjálfurum sem vilja ná hámarksárangri með íþróttamenn sína og öðlast meiri þekkingu á hraða- og viðbragðsþjálfun.

Lee mun leggja áherslu á upphitunartækni sem skilar mestum árangri, hvort heldur sem fyrir leik eða æfingu. Þá verður ítarlega farið í hraða og hreyfitækni fyrir fjölátta íþróttir sem laga má að hverri íþróttagrein fyrir sig.

Þetta einstaka tveggja daga námskeið hentar íþróttaþjálfurum sem vilja ná því besta út úr sínum íþróttamönnum, óháð íþróttagrein. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér íþróttafatnað og taka þátt í æfingunum. Nánar um námskeiðið hér: http://www.keilir.net/namid/heilsa-og-uppeldi/namskeid/Fagnamskeid/

Um Lee Taft

Lee Taft er einn virtasti hraða- og hreyfingarþjálfari í Bandaríkjunum. Lee er meðeigandi í http://www.sportsspeedetc.com/ og forseti Lee Taft Speed Academy, Inc. Hann útskrifaðist með masters gráðu í íþróttafræðum og hefur bætt við sig gráðum í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna. (NSCA, CSCS, SPC, USATF level 1) 

Lee hefur 20 ára reynslu af þjálfun íþróttamanna og hans ástríða hefur verið þjálfun ungra íþróttamanna. Hann er heimsþekktur fyrir sérfræðiþekkingu sína á hraða- og viðbragðsþjálfun í fjölátta íþróttagreinum.

Lee hefur gefið út fjölda marga CD og DVD á sviði íþróttaþjálfunar og gaf nýlega út bókina "7 Points to a Championship Attitude". Hann er einn eftirsóttasti ræðumaður Bandaríkjanna og Kanada á sviði íþróttaþjálfunar.

Námskeiðið fer fram í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ föstudaginn 4. september og laugardaginn 5. september klukkan 09.00-17.00.

Verð og skráning

Verð:

Ef skráð er og greitt fyrir 20. júlí: 39.000 kr.

Ef skráð er og greitt á bilinu 21. - 1. ágúst: 59.000 kr.

Ef skráð er og greitt á bilinu 1. - 10. ágúst: 89.000 kr.

Innifalið er morgunsnarl, hádegisverður og kaffi báða dagana.

Athygli er vakin á að sambærilegt, 2ja daga námskeið með Lee Taft í Bandaríkjunum kostar $1.200.

ÍAK einkaþjálfarar og ÍAK einkaþjálfaranemar fá 25% afslátt af námskeiðsgjaldi

Skráning fer fram á saevar@keilir.net. Við skráningu skal taka fram nafn, kennitölu, heimilisfang, íþróttafélag, íþróttagrein, greiðanda og kennitölu og heimilisfang greiðanda. 

Bestu kveðjur,

Sævar Ingi Borgarsson

Verkefnastjóri Heilsuskóla Keilis