FNV var í þriðja sæti í sínum flokki í Hjólað í skólann.
Átakið „Hjólað í skólann“ var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9.-22. september. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í þriðja sæti í flokki 400-999 nemenda og starfsmanna en alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár, en það er sami fjöldi og árið 2014.
Samkvæmt fréttatilkynningu voru þátttakendur alls 481, hjólaðir voru 55.311 km eða 41,31 hringir í kringum Ísland. Ferðamáti þátttakenda skiptist svona: strætó/hjólað 61,3%, hjólað 20,8%, strætó/gengið 8,9%, ganga 7,0%, hlaup 1,9%, annað 0,1% og línuskautar 0%.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.
Þrír efstu skólarnir í hverjum flokki fá á næstu dögum senda til sín verðlaunaplatta fyrir árangur sinn í verkefninu.
Úrslit Hjólum í skólann í hverjum flokki fyrir sig voru:
0 – 399 nemendur og starfsmenn
Sæti Skóli Þátttökudagar
1. sæti Verkmenntaskóli Austurlands 0,235
2. sæti Framhaldsskól Austur-Skaftafellssýslu 0,209
3. sæti Menntaskólinn á Ísafirði 0,079
*Alls voru 4 skólar skráðir til leiks í þessum flokki
400 – 999 nemendur og starfsmenn
Sæti Skóli Þátttökudagar
1. sæti Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 0,293
2. sæti Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi 0,231
3. sæti Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 0,124
*Alls voru 7 skólar skráðir til leiks í þessum flokki
1000 o.fl. nemendur og starfsmenn
Sæti Skóli Þátttökudagar
1. sæti Fjölbrautaskólinn við Ármúla 0,385
2. sæti Verkmenntaskólinn á Akureyri 0,367
3. sæti Fjölbrautaskóli Suðurlands 0,117
*Alls voru 8 skólar skráðir til leiks í þessum flokki
„Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar þátttakendum fyrir þátttökuna og hvetur þá til að halda áfram að notast við virkan ferðamáta til og frá skóla/vinnu,“ segir loks í fréttatilkynningu.