Héraðsmót UMSS í sundi 17. júní.

Sundlaug Sauðárkróks
Sundlaug Sauðárkróks

Héraðsmót UMSS verður haldið í Sundlaug Sauðárkróks kl. 10:15 á þjóðhátíðardaginn 17. Júní.  Meðalannars verður keppt um Grettisbikarinn og Kerlinguna

 
Héraðsmót UMSS 17. júní 2009 kl. 10:15
Héraðsmót UMSS verður haldið í Sundlaug Sauðárkróks kl. 10:15 á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Mótið er opið mót og því keppa allir aldursflokkar saman.  Upphitun hefst kl. 9:45
Keppnisgreinar í karla og kvenna flokkum eru:
200 m. fjórsund
100 m. bringusund
100 m. skriðsund
100 m. baksund
100 m. flugsund
4 x 50 m. skriðsund (200 m. boðsund)
500 m. skriðsund (Grettissund)
Linda Björk Ólafsdóttir þjálfari tekur á móti skráningum í síma 690-5228 eða á sundæfingum.  Skráningum verður að vera lokið kl. 18.00 16. júní n.k