Héraðsmót UMSS í hestaíþróttum hófst í gærkvöldi með skeiðkeppni. Það var skeiðfélagið Kjarval sem stjórnaði verkinu. Keppt var í 150 og 250 metra skeiði. Tíu hestar voru skráðir í 100 en fjórir í 250 m.
Hér má sjá þrjá fljótustu í hvorum flokknum:
Úrslit í 150 m.
1. sæti Sölvi Sigurðarson Steinn frá Bakkakoti 14,97 sek.
2. sæti Magnús Bragi Magnússon Frami frá Íbishóli 15,08 sek.
3. sæti Árni Björn Pálsson Korka frá Steinnesi 15,24 sek.
Úrslit 250 m.
1. sæti Árni Björn Pálsson Ás frá Hvoli 24,90 sek.
2. sæti Magnús Bragi Magnúss Fjölnir frá Sjávarborg 24,98 sek.
3. sæti Svavar Hreiðarsson Tjaldur frá Tumabrekku 25,50 sek