Golfklúbbur Sauðárkróks

Mynd: GSS.is
Mynd: GSS.is

Golfmaraþon barna og unglinga GSS var haldið á Hlíðarendavelli í gær. Fjöldi barna og unglinga, allt frá 4 ára aldri, spiluðu í norðanstrekkingi og sól, en markmiðið var að ná að leika 1000 holur. Foreldrar og eldri meðlimir í klúbbnum lögðu verkefninu einnig lið.

„Markmiðið náðist og gott betur því um kvöldmatarleytið var búið að leika 1408 holur. Frábær árangur og lögðu krakkarnir metnað sinn í að safna holum í pottinn,“ segir á vef Golfklúbbs Sauðárkróks. Í lokin var pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir meistaramót barna og unglinga.

Úrslit meistaramóts barna GSS, haldið 4.-6. júlí, voru eftirfarandi:

14 ára og yngri strákar
Arnar Freyr Guðmundsson 328

14 ára og yngri stelpur
1. Anna Karen Hjartardóttir 348
2. Hildur Heba Einarsdóttir 359

12 ára og yngri strákar
1. Bogi Sigurbjörnsson 162
2. Reynir Bjarkan B. Róbertsson 180
3. Fannar Orri Pétursson 241
4. Alexander Franz Þórðarson 271

Byrjendaflokkur stelpur
1. Rebekka Helena B. Róbertsdóttir 171
2. Una Karen Guðmundsdóttir 176
3. María Rut Gunnlaugsdóttir 208
4. Dagbjört Sísí Einarsdóttir 251

Byrjendaflokkur strákar
1. Tómas Bjarki Guðmundsson 179
2. Jósef Ásgeirsson 191
3. Gísli Kristjánsson 193
4. Brynjar Már Guðmundsson 196

Byrjendur 5 holur
Haukur Rafn Sigurðsson
Bjartmar Dagur Þórðarson
Gunnar Bjarki Hrannarsson
Berglind Rós Guðmundsdóttir

Heimild: Feykir.is