Góð þátttaka í Unglingamóti UMSS í sundi

Sundhópur á Terra Midica Spáni 2008
Sundhópur á Terra Midica Spáni 2008

Það var góð þátttaka á Unglingamóti UMSS um helginga en mótið þótti heppnast einkar vel. Eldri sundkrakkar sýndu framfarir og yngstu keppendurnir sem fæddir voru árið 2002 þóttu efnilegir. Stjórn sunddeildar Tindastóls undir forystu Jóns Inga Sigurðssonar formanns, hefur sett mikinn kraft í starfið nú í haust.  Farið var í æfingabúðir alla leið til Spánar og Linda Björk Ólafsdóttir ráðinn sem sundþjálfari, en hún er greinilega að skila mjög góðu starfi.