Meðal samþykkta Frjálsíþróttaþings um sl helgi var eftirfarandi ályktun:
"54. þing FRÍ.... fagnar stórhug Skagfirðinga og þakkar stuðning við frjálsar íþróttir. Bygging frjálsíþróttavallar á Sauðárkróki er lyftistöng fyrir traust uppbyggingarstarf í frjálsum íþróttum í Skagafirði."
Af öðrum samþykktum þingsins má nefna drög að mótaskrá FRÍ 2005-2008.
Þar er gert ráð fyrir að eftirtalin mót fari fram á Sauðárkróki:
2005: MÍ og bikarkeppni í fjölþrautum.
2006: MÍ 15-22 ára.
2007: MÍ aðalhluti / Bikarkeppni 16 ára og yngri.