Frjálsíþróttaskólinn á Sauðárkróki

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ 2009 - Sauðárkrókur
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ 2009 - Sauðárkrókur

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn í sumar á Sauðárkróki í annað sinn. Þarna komast krakkar í frábæran félagsskap, holla hreyfingu, skemmtun og útiveru. Skólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára. Aðalþjálfari skólans verður Gunnar Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari. Hér er gott tækifæri að bæta sig í frjálsum íþróttum rétt fyrir Unglingalandsmótið, sem er einmitt haldið á Sauðárkróki. Að auki verður boðið upp á allskyns fjölbreytta afþreyingu. Frjálsíþróttaskólinn á Sauðárkróki verður frá kl 13.00 mánudaginn 20. júlí til kl 13.00 föstudaginn 24 júlí. Notum tækifærið og nýtum frábær íþróttamannvirki á Sauðárkróki.

Þátttökugjald er 10.000 og er innifalið kennsla, fæði og húsnæði. Skráning á umss@simnet.is eða í síma 453 5460