Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Sauðárkróki 11 til 15 Júní 2012

Skráning hafin í Frjálsíþróttaskólann
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í fimmta sinn í sumar og verður skólinn á fimm stöðum víðs vegar um landið. Námskeiðin verða á Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Borgarnesi og á Selfossi.

 

Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum.

 

Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting.