Iðkendur Frjálsíþróttarskólans á Sauðárkróki 2009
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga 15.000 þúsund krónur þáttökugjald en innifalið í verðinu er kennsla, fæði og gisting alla dagana.
Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með skólanum en sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um kennslu og framkvæmd skólans.
Þátttaka ungmenna í skólanum hefur aukist umtalsvert milli ára og undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.
Þátttakendur skrá sig í skólann með því að velja þann stað sem þeir kjósa að fara á.
Dagsetningar fyrir frjálsíþróttaskólann 2010
Borgarnes UMSB 21.–25. júní
Laugar í Reykjadal HSÞ 21.–25. júní
Egilsstaðir UÍA 21.–25. júní
Akureyri UMSE/UFA 12.–16. júlí
Laugavatn HSK 19.–23. júlí
Sauðárkrókur UMSS 19.–23. júlí
Mosfellsbær UMSK 19.–23. júlí
Höfn í Hornafirði USÚ 19.–23. Júlí