Frjálsíþróttaskóli

Sauðárkróksvöllur
Sauðárkróksvöllur

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður í sumar starfræktur í samvinnu við Frjálsíþróttasambands Íslands og héraðssamböndin innan UMFÍ. Frjálsar íþróttir er frábær félagsskapur, hreyfing, skemmtun og útivera. Starfræktir verða frjálsíþróttaskólar víðsvegar um landið í sumar fyrir ungmenni 11-18 ára.

Frjálsíþróttaskólinn er spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna sig í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsum íþróttum. Áhugasamir velja þann stað sem hentar hverjum og einum og taka um leið þátt í góðum félagsskap. Auk íþróttaæfinga verða líflegar kvöldvökur, varðeldur, gönguferðir og ýmsar óvæntar uppákomur.

Frjálsíþróttaskólinn í sumar starfræktur á níu stöðum vítt og breitt um landið, Borgarnesi, Laugum í Reykjadal, Ísafirði, Vík í Mýrdal, Kópavogi, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði. Þátttakendur dvelja í íþróttabúðum á viðkomandi stað frá mánudegi til föstudags.

Þátttökugjald er 20.000 og er innifalið kennsla, fæði og húsnæði. Skólinn er góður undirbúningur fyrir Unglingalandsmót. Skráning á umss@simnet.is eða í síma 453 5460

Nánari upplýsingar um skólann má finna hjá UMFÍ í síma 5682929   

Dagsetningar fyrri frjálsíþróttaskóla 2009

Borganes             22.06. – 26.06.

Laugar                  22.06. – 26.06.

Ísafjörður            22.06. – 26.06.     

Vík í Mýrdal         13.07. – 17.07

Kópavogur          13.07. - 17.07.         

Egilsstaðir           20.07. – 24.07.

Sauðárkrókur      20.07 – 24.07. 

Þorlákshöfn         20.0.7. -24.07.