Við lifum á aldeilis sérkennilegum tímum. Ungmennaráð UMFÍ ætlaði að halda ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í vor. Það gekk auðvitað ekki vegna samkomubannsins og því var henni frestað. Nú skellum við okkur í þetta!
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin dagana 16. – 18. september nk. í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Við munum auðvitað fylgja þar öllum sóttvarnarreglum til að passa upp á hvert okkar og aðra. Við auglýsum ráðstefnuna auðvitað með þeim fyrirvara að sóttvarnarreglur verði ekki hertar frekar. Ef til þess kemur þá grípum við til viðeigandi ráðstafana.
Þetta er ráðstefnan!
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?
Ráðstefnan er samræðuvettvangur ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára. Markmið og tilgangur ráðstefnunnar er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og gefa okkur, ungu fólki, verkfæri og þjálfun til þess að auka áhrif í okkar nær samfélagi.
Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Kynningar, málstofur, hellings hópefli og önnur skemmtilegheit sem við í Ungmennaráði UMFÍ erum að skipuleggja.
Takmarkaður fjöldi
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 að á ráðstefnuna. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík miðvikudaginn 16. september og kemur hún til baka á föstudeginum. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.
Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus og á það líka við um rafsígarettur.
Skráning á ráðstefnuna er til föstudagsins 4. september nk. Smelltu hér til þess að skrá.
Nánari upplýsingar er að finna HÉR.