Fréttir frá UMFÍ

Allar íþróttir eru leyfðar samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar.

Ný auglýsing ráðherra tekur gildi 28. ágúst næstkomandi og gildir til og með 10. september.

Í hnotskurn

2 metra reglan: Ákvæði um almenna nálægðartakmörkun er breytt. Þar sem nú er kveðið á um að rekstraraðilar skuli tryggja að hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra milli einstaklinga sem ekki deila heimili verður ákvæðið þannig að tryggja beri að hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. 

Íþróttir: Samkvæmt nýju auglýsingunni verða íþróttir almennt leyfðar. Þær íþróttagreinar sem ekki heyra undir ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) skulu setja sér leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttagreinar innan ÍSÍ.

Sviðslistir, tónlist og kvikmyndataka: Snertingar verða heimilar á æfingum í sviðslistum og tónlist á sama hátt og í íþróttum. Sama gildir um kvikmyndatöku.

Líkamsræktarstöðvar: Takmarkanir vegna sérstakrar smithættu verða þær sömu á líkamsræktarstöðvum og á sund- og baðstöðvum. Gestir mega þar aldrei vera fleiri en nemur helmingi eða minna af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. 

Auglýsingin

Minnisblað sóttvarnalæknis um takmarkanir á samkomum